Á bakvið tjöldin hjá Nova

June 25, 2024

Nova
Nova
Nova

Ber er hver að baki, nema bakendaforritara sér eigi. Svona hljómar reyndar ekki alveg hin fleyga setningin úr Njáls Sögu (það á auðvitað að vera bróðir en ekki bakendaforritari) en þetta er þó ekki alvitlaus fullyrðing þegar kemur að hlutverki bakendakerfa í stafrænum vörum og þjónustu.

Styrking á bakendakerfi er nefnilega einn af lykilþáttunum sem betrumbætir hina ýmsu þjónustuliði og á endanum upplifun viðskiptavina. Bakendaforritun er í eðli sínu eitthvað sem á sér stað á bakvið tjöldin og því ekki eitthvað sem almennir notendur kerfa sjá en munurinn getur verið áþreifanlegur þegar kemur að virkni, hagkvæmni og hraða. Með góðri grunnvinnu skapast forsendur fyrir bættri upplifun sem í kjölfarið leiðir að sér ánægðari viðskiptavini.

Gott dæmi um slíkt er samstarfsverkefni Prógramm og fjarskiptafyrirtækisins NOVA Iceland , en teymi frá Prógramm lagði vöruþróunarteymi Nova lið við uppfærslu á ýmiskonar þáttum í kerfum sem Nova vinnur með.

Má þar m.a. nefna þróun á nýju áskriftar- og viðskiptamannakerfi ásamt því að skapa ýmiskonar kerfistengingar með söfnun á gögnum, gagnavistun og deilingu þeirra fyrir tilstilli kafka-straums. Kafka kerfið er hannað fyrir hámörkuð kóðaskrif og heitir í höfuðið á rithöfundum Franz Kafka en að öðru leyti er lítil bókmenntaleg tenging við eiginleika Kafka-straumsins.

Mynd: Nova

Á mannamáli má segja að Prógramm og Nova, ásamt Mílu og Tengi, hafi byggt einskonar brýr á milli margra ólíkra kerfa svo að þau gætu talað saman á hagkvæmari og einfaldari hátt. Nova fékk þar aðstoð frá Prógramm í þróunarvinnu, m.a. með því að byggja í sameiningu nýtt viðskiptatengslakerfi (e. CRM) og þróa bætta upplifun fyrir viðskiptavini við að fá eða flytja ljósleiðaratengingu til Nova. Ekki má svo gleyma vinnunni við að skapa tengingar á milli allra þessara kerfa innbyrðis sem styrkir virkni þeirra til muna.

Það mætti þannig líkja þessari flóknu kerfisvinnu við að byggja þjóðveg um landið svo hægt sé að keyra hringinn í einni ferð...og fara jafnvel á slóðir Njálu.

Friðrik Magnússon, forritari og teymisstjóri hjá Prógramm, átti tveggja vetra setu hjá Nova og tók þátt í uppfærslunni ásamt Loka Húnfjörð Jósepssyni. Eins og gefur að skilja var í mörg horn að líta þegar uppfæra skal svo stór og flókin kerfi, og skapa tengingar innbyrðis:

Mynd: Prógramm

,,Það var krefjandi en samtímis skemmtilegt að vinna að þessum umbótum og uppfærslum hjá Nova. Það sem byrjaði sem stakt verkefni óx eftir því sem við sáum kostina og hagkvæmnina sem fólst í að virkja þessar tengingar, endurhugsa viðskiptamanna-og áskriftarkerfið og margt fleira. Vinnuumhverfið og menningin hjá Nova er hröð og hress, og þar eru hugmyndir gripnar á lofti. Það er að vissu leyti dálítið öðruvísi en í hefðbundnum uppfærslum á bakendakerfum þar sem ferlið er oftar en ekki afmarkað strax í upphafi og skrefin eru fyrirfram ákveðin. Hjá Nova er vinnumenningin svo sannarlega ,,-„agile” en við fundum fljótt góðan takt með teyminu og áttum sameiginlega sýn um að leita uppi bestu lausnirnar til að tryggja að úr yrði snurðulaus notendaupplifun.”

Jón Andri Óskarsson, vörustjóri hjá Nova lýsir góðu samstarfi og uppskerunni sem leynir sér ekki:

Mynd: Nova

,,Það var alveg frábært að fá inn Friðrik og Loka til að hjálpa okkur með bakendavinnuna enda varð það að metnaðarfullu verkefni sem var lærdómsríkt og gaman að vera partur af. Við höfum í fimmtán ár lagt upp úr því að eiga ánægðustu viðskiptavinina og það er fjöldinn allur af þáttum sem spila hlutverk í því, ekki síst hvernig kerfin okkar þjónusta og stuðla að góðri upplifun. Þó svo að viðskiptavinir okkar sjái ekki alltaf alla vinnuna með berum augum og hugsa jafnvel ekki mikið út í það, finna þau svo sannarlega fyrir því þegar kerfin eru ekki í lagi. Áhrifin af uppfærslunni og vinnunni með Prógramm leyna sér ekki og við sjáum mikinn mun á fjölda mála sem hafa fækkað umtalsvert við uppfærsluna og á sölunni sem er auðvitað mjög ánægjulegt og gefandi að sjá slíkan árangur”

Framendaþróun verkefnisins var í höndum hugbúnaðarteymisins hjá Nova. Útlit og hönnun var í umsjón Jokula en fyrir áhugasama má lesa nánar um það verkefni hér.

Við hjá Prógramm þökkum Nova og teyminu þar ásamt öðrum samstarfsaðilum kærlega fyrir samstarfið og vonum að viðskiptavinir Nova upplifi hnökralaust áskriftarkerfi - og taki helst ekki eftir neinu.

Skoðaðu bloggið

Greinar frá okkur um mismunandi viðfangsefni og verkefni

Viltu vita meira?

Endilega hafðu samband við okkur með tölvupósti

Viltu vita meira?

Endilega hafðu samband við okkur með tölvupósti

Viltu vita meira?

Endilega hafðu samband við okkur með tölvupósti

Skoðaðu bloggið

Greinar frá okkur um mismunandi viðfangsefni og verkefni

APRÓ © 2024 | Urðarhvarfi 8b - 203 Kópavogur | (+354) 578 5990

APRÓ © 2024 | Urðarhvarfi 8b - 203 Kópavogur | (+354) 578 5990

APRÓ © 2024 | Urðarhvarfi 8b - 203 Kópavogur | (+354) 578 5990

Skoðaðu bloggið

Greinar frá okkur um mismunandi viðfangsefni og verkefni