AWS Outpost og tenging í gegnum gervihnött

December 3, 2024

APRÓ hefur í nýlega tekið þátt í spennandi frumtilraun með AWS þar sem við prófuðum hversu vel AWS Outpost virkaði í aðstæðum þar sem líkt var eftir því ef að sæstrengir færu í sundur. Tilraunin var framkvæmd á þann hátt að AWS Outpost var tengdur á hefðbundinn hátt við net ásamt því að hann var tengdur við gervihnattarsamband uppi á þaki. Því næst var netsamband rofið á svipaðan hátt og ef umferð um sæstreng væri stöðvuð. Búnaðurinn var keyrður í nokkurn tíma einungis með samband í gegnum gervihnött og virkni búnaðar hélst óröskuð allann tímann.

Nánari upplýsingar og tilkynning frá AWS um þessa nýju tækni hér.

Það er ekki óalgengt að fyrirtæki og stofnanir beri fyrir sig þeim rökum að röskun á sæstrengjum sé áhætta sem valdi því að ekki sé hægt að nota almennt ský eins og AWS og Azure. Þess vegna vildum við prófa þessa tæknilausn og sannreyna hana sjálf. AWS Outpost hefur þannig sannað sig sem framlenging af skýjaumhverfi AWS þar sem krafa er um:

  • Að virkni haldist þrátt fyrir að umferð um sæstrengi raskast

  • Að afrit af gögnum sé geymt á Íslandi

  • Að svartími á netlagi þurfi að vera eins stuttur og kostur er


Við erum einstaklega stolt af því að hafa fengið að taka þátt í þessari tilraun sem var gerð fyrir lokuðum dyrum og var kynnt sérstaklega af Dave Levy (Global AWS Public Sector VP) á re:Invent 2024 í Las Vegas sem ein af áhugaverðum tækninýjungum. Við vorum með fulltrúa úti á ráðstefnunni sem tók mynd af merki Andes ásamt öðrum fyrirtækjum eins og Deloitte og accenture.

Mynd: Páll Jónsson


APRÓ er leiðandi fyrirtæki sem notar nútíma upplýsingatækni til að hjálpa okkar viðskiptavinum að ná árangri. Fyrir okkur er tæknin ekki einhver trúarbrögð heldur einfaldlega verkfæri og við veljum alltaf rétta verkfærið fyrir hvert og eitt verkefni. Í ákveðnum tilfellum er AWS Outpost frábært verkfæri sem svar við hlítingu og kröfum.

Skoðaðu bloggið

Greinar frá okkur um mismunandi viðfangsefni og verkefni

Viltu vita meira?

Endilega hafðu samband við okkur með tölvupósti

Viltu vita meira?

Endilega hafðu samband við okkur með tölvupósti

Viltu vita meira?

Endilega hafðu samband við okkur með tölvupósti

Skoðaðu bloggið

Greinar frá okkur um mismunandi viðfangsefni og verkefni

APRÓ © 2024 | Urðarhvarfi 8a - 203 Kópavogur | (+354) 578 5990

APRÓ © 2024 | Urðarhvarfi 8a - 203 Kópavogur | (+354) 578 5990

APRÓ © 2024 | Urðarhvarfi 8a - 203 Kópavogur | (+354) 578 5990

Skoðaðu bloggið

Greinar frá okkur um mismunandi viðfangsefni og verkefni