APRÓ Tryggir rekstur ef sæstrengur raskast með AWS Outpost
June 6, 2024
Andes hefur nýverið fest kaup á sérstökum tækjabúnaði sem hefur meðal annars þá eiginleika að tryggja rekstur upplýsingakerfa ef röskun verður á virkni sæstrengja til Íslands.
Þetta þá fyrsti búnaðurinn af þessu tagi sem tekinn er í notkun hér á landi.
Stór hluti grunninnviða samfélagsins er í höndum fyrirtækja og stofnana sem hýsa gögnin sín i svokölluðu skýi. Þar sem sú þjónusta er oft háð tengingum við önnur lönd, telur Andes mikilvægt að tryggja rekstraröryggi og almennt aðgengi að stafrænni þjónustu hér á landi.
Hlöðver Þór Árnason, framkvæmdastjóri Andes.
Flýti einnig fyrir kortafærslum
AWS Outpost tryggjir að rekstur upplýsingaþjónustu haldist gangandi og svo sem minnst truflun verði á virkni hennar.
Til viðbótar muni þessi tækjabúnaður einnig vera mikilvægur þegar kemur að svartíma, til dæmis í tengslum við kortafærslur.
Í tilkynningunni er haft eftir Hlöðveri Þór Árnasyni, framkvæmdastjóra Andes: „Við erum ákaflega stolt af því að fá tækifæri til að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að nýta nútíma upplýsingatækni enn betur svo að þau hafi meiri tíma til að einbeita sér að viðskiptalegum markmiðum. Með þessum búnaði gefst okkur tök á að taka vsæirkan þátt í að tryggja að stafræn þjónusta haldist virk og án raskana."