Full-Time
Hugbúnaðarsérfræðingur - Delphi og PL/SQL
Content
Content
Hugbúnaðarsérfræðingur - Delphi og PL/SQL
Andes og Prógramm leita að jákvæðum hugbúnaðarsérfræðingi til að vinna með okkur að viðhaldi og þróun á kerfum sem gegna lykilhlutverki fyrir viðskiptavini okkar. Viðkomandi verður hluti af samheldnu og reynslumiklu teymi sem vinnur að samfélagslega mikilvægum og krefjandi verkefnum.
Andes og Prógramm eru systurfélög sem saman mynda eitt af öflugri hugbúnaðarhúsum landsins. Við trúum því að við getum aukið skilvirkni með sérfræðiþekkingu og vali á réttum verkfærum fyrir hvert og eitt verkefni. Við erum leiðandi í stafrænni umbreytingu og sérsvið okkar eru skýjalausnir, sjálfvirkni, innviðir og flóknari hugbúnaðarlausnir. Vinnustaðurinn er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja þróast áfram á sviði upplýsingatækni og taka þátt í krefjandi, skapandi og skemmtilegum verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þróun og viðhald á flóknum hugbúnaðarkerfum með áherslu á stöðugleika og nýsköpun
Hönnun og uppbygging upplýsingakerfa fyrir stærri stofnanir og fyrirtæki
Sjálfvirknivæðing vinnuferla, skjölun og uppsetning á stafrænum innviðum
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Marktæk reynsla af hugbúnaðarþróun
Reynsla af Delphi og/eða PL/SQL kostur
Áhugi á að tileinka sér nýja tækni og þróast í starfi
Lipurð í mannlegum samskiptum, sjálfstæði og drifkraftur
Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli
Fríðindi í starfi
Kaupréttaráætlun
Sveigjanlegur vinnutími
Heilsustyrkur
Samgöngustyrkur
Mötuneyti
Öflugt starfsmannafélag
Careers
Review other job openings